Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
24.2.2011 | 09:17
Hverjir eru búnir að æfa sig
Jæja strákar...hverur eru búnir að vera duglegir að æfa sig í fótbolta??
Munið líka að við erum í átaki að halda bolta á lofti. Það hafa margir komið til mín og sagt mér að þeir séu búnir að bæta metið sitt, sem er frábært. En mig langar að allir bæti metið sitt.
Muniði söguna sem ég sagði ykkur af stráknum sem ég var að þjálfa hjá Fram?
Metið hans var 53 og þegar við vorum búnir að æfa okkur í smá tíma og hann mjög duglegur að æfa sig heima bætti hann metið sitt aftur og aftur. Svo þegar ég tók hann í próf þá náði hann 271. Hann fór mjög oft út með boltann að leika sér.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 21:57
Æfingaleikur Mánudaginn 21.feb
Núna á Mánudaginn, 21.febrúar, ætlum við að taka æfingaleik við Fjarðabyggð. Leikirnir verða spilaðir á Reyðarfirði í höllinni þeirra.
Leikirnir byrja klukkan 16:30 og standa til sirka 17:45. Það er mæting um 16:15.
Muna að taka allt fótboltadótið með ykkur, en þið fáið búning á staðnum þeir sem eiga ekki.
Þeir sem ætla að koma og keppa (sem eru vonandi allir) eiga að skrá sig hér á bloggið.
Muna að taka með sér fótboltaskó, legghlífar, góð föt og góða skapið.
Þannig að það verður enginn æfing á mánudaginn heldur ætlum við að keppa við Fjarðabyggð í staðinn.
Hlakka til að sjá ykkur
Set inn eina mynd af flottasta herbergi sem ég hef séð :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.2.2011 | 11:23
Goðmót endanlega skráning og nýr tengill
13/14 strákar eru skráðir á Goðamótið þannig að við höldum okkur við tvö lið og reynum að frá Seyðfirðingana til að bakka okkur upp. Það þýðir hins vegar að menn mega alls ekki forfallast.
Það væri hins vegar gott að fá fleiri Hattara og því bið ég menn endilega að skoða hvort hugsanlega er hægt að leyfa strákunum að fara þó foreldrarnir ekki ekki heimangengt, t.d. þannig að menn fái að fara með vinum. Það er t.d. áberandi hvað það vantar marga af eldra árinu.
Þið hugsið það því móti er ekki fyrr en í lok mars.
6. flokkur Iðkandi | Skráning Goði | |
1 | Almar Aðalsteinsson | Skráður |
2 | Brynjar Þorri Magnússon | Skráður |
3 | Gunnþór Elís Georgsson | Skráður |
4 | Hrafkell Ísar Tjörvason | Skráður |
5 | Jóhann Ingi Magnússon | Skráður |
6 | Jónas Pétur Gunnlaugsson | Skráður |
7 | Kristinn Viktor Helgason | Skráður |
8 | Óðinn Skúli Árnason | Skráður |
9 | Óliver Enok Guðmundsson | Skráður |
10 | Valdimar Brimir Hilmarsson | Skráður |
11 | Vignir Freyr Magnússon | Skráður |
12 | Helgi Jónsson | Skráður |
13 | Daníel Ingi Davíðsson | Skráður |
14 | Sölvi V. Heiðarsson | Kemur líklega |
15 | Guðjón Ernir Hrafkelsson | Kemur ekki |
16 | Sævar Elí Jóhannsson | Kemur ekki |
17 | Guðþór Hrafn Smárason | Kemur ekki |
18 | Erlingur Gísli Björnsson | Kemur ekki |
19 | Brynjar Berg Tumason | Kemur ekki |
20 | Elís A Hrafnkelsson | Kemur ekki |
21 | Valgeir Jökull Brynjarsson | Kemur ekki |
Annað mál er að Hilmar (pabbi Valdimars) hefur tekið við hlutverki tengils fyrir 2002 árganginn af Helga (pabba Alvars). Tölvupósturinn hjá Hilmari er hilmar@sokn.is.
Við þurfum svo fljótlega að blása til foreldrafundar og fara yfir sumarið, hvaða mót á að fara á osfrv.
Þið fylgist með hér á blogginu.
Kveðja,
Tenglar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 10:38
GOÐAMÓT - SKRÁNING!!!
Sæl veri þið og takk fyrir gott mót á laugardaginn.
Ég fékk póst í dag frá mótsstjóra Goðamótsins þar sem við vorum beðin að staðfesta skráningu okkar á mótið. Það þýðir að við þurfum að greiða staðfestingargjöld fyrir skráð lið í lok vikunnar.
Við vorum búin að melda okkur inn með 2 lið sem þýðir að við þurfum að fara með 16-18 stráka (1-2 varamenn), ef áhugi verður mikill þá gætum við hugsanlega bætt þriðja liðinu við en ef við verðum bara 10 þá þurfum við að fækka liðum niður í eitt.
Ég vil því biðja þá sem ætla norður að skrá drengina sem fyrst!!!
Best er að gera það í athugasemdum á blogginu (set þetta inn þar líka) en ef menn lenda í vandræðum þá send menn bara póst á mig og set menn inn.
Við skulum endilega reynda að láta skráningarnar vera bindandi (eins langt og það nær), bæði þannig að menn séu ekki að afboða sig á síðustu stundu (og við verðum of fáir miðað við skráð lið) eða að menn séu að skrá sig á síðustu stundu (og við verðum með allt of marga varamenn).
Þetta er 3ja daga mót sem byrjar á föstudegi um hádegi og klárast síðdegis á sunnudegi (25. 27. mars). Gist er í Glerárskóla og hefur venjan verið sú að strákarnir gisti þar saman (nema eitthvað sérstakt sé) og halda hópinn sem mest yfir helgina. Í fyrra fór Höttur t.d. í keilu á laugardagkvöldið og síðan er sund og ísferð innifalin í mótgjöldum.
Við áætlum að skráningagjaldið verði 10.000 kr. og innifalið er í því keppnisgjald, fæði og þjálfarakostnaður (hugsanlega getum við eitthvað greitt það niður ef menn hafa áhuga á fjáröflunum). Til viðbóta þarf svo einhvern vasapening ef við förum með hópinn í bíó eða keilu.
Þegar Goðahópurinn fer að taka á sig mynd þá blásum við svo til foreldrafundar og förum betur yfir málin.
Sjá nánar á http://www.godamot.blog.is/blog/godamot/
Kveðja,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010