Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Höttur - Völsungur á morgun (28. júní)

5. flokkur (A og B lið) leikur við Völsung á Fellavelli á morgun kl. 13.00!!!

Mæting kl. 12.00

Um er að ræða leik sem spila átti á sunnudaginn næsta en verið er að færa leikinn að beiðni Völsungs.


Akureyrarferð - Endanlegar tímasetningar

Það er staðfest að við spilum við KA kl. 16.00 á morgun (þriðjudag).

Við mætum því við Hettuna kl. 11.30.

Við eigum svo leik við Þór kl. 13.00 á miðvikudaginn þannig að menn miða nestið við það (borðum morgunmat eins seint og við getum, svo smá nesti fyrir leik og á heimleiðinni).  Svo verður bara steik þegar við komum heim!!!

 kv MJ 


Akureyrarferð - ferðaplan

Eftirtaldir 14 leikmenn hafa gefið kost á sé að fara norður í land til að spila við KA og Þór.

Jakob, Kristinn, Ísar, Óli, Stefán, Sveinn, Brynjar Þ., Guðjón, Tóti, Vignir, Jói, Bjartmar, Brynjar B. og Sölvi.

Við erum tæpir á fjölda og því mega menn ekki forfallast en við höfum pláss fyrir einn til viðbótar og viljum endilega bæta honum við (áhugasamir mega heyra í Magga Jóns í síma 861 9024)!

Lagt verður af stað frá Hettunni um hádegisbil á þriðjudag (væntanlega ca. kl. 13.00 en nákvæm tímasetning verður send út þegar búið verður að staðfesta leiktímann við KA). 

Við gistum í KA heimilinu og þar eru dýnur á staðnum.  Það er takmarkað pláss fyrir farangur þannig að drengirnir þurfa að pakka létt og það þarf í raun ekkert að taka með sér nema sefnpoka/sæng, sunddót og keppnisgræjur (skó, legghlífar).  Best er að allir komi í Hattargöllum (eða einhverju sambærilegu).  Þetta ætti því að rúmast í einni íþróttatösku (þarf helst að gera það). 

Kostnaður við ferðina (miðað við að við komust á tveimur bílum 11+7 manna) nemur 9.000 kr. á mann og er allt innifalið.

Akstur EGS - AKU - EGS
Gisting með dýnum og morgunverði
Sund
Kvöldmatur
Fararstjórn

Menn þurfa hins vegar að taka með sér nesti til að borða á heimleiðinni á miðvikudaginn t.d. samloku (ur) og safa, en við förum beint heim eftir leikinn.  Eins væri ágætt að taka með sér ávöxt eða eitthvað til að borða fyrir leik á þriðjudaginn en við gerum ráð fyrir að menn leggi étnir af stað og fái svo vel að borða um kvöldið (pissahlaðborð á Greifanum). 

Ég vil biðja fólk að greiða kr. 9.000  sem fyrst inn á reikning flokksins (sjá upplýsingar hér til vinstri) og við biðjum ykkur jafnframt að senda strákana ekki með vasapening. 

Fararstjórar/bílstjórar verða Maggi Jónss (861 9024) og Hjalti (899 2028) og svo fer Búi þjálfari að sjálfsögðu með.


Íslandsmót - ferð á Akureyri (skráning)

Nú er stefnt á að fara norður í Akureyri í næstu viku og spila Íslandsmótsleikina við Þór og KA. 

Við viljum biðja ykkur skrá drengina sem fyrst þannig að við sjáum hverjir komast með (verður helst að fá alla)!!! 

Planið er að leggja af stað eftir hádegi næsta þriðjudag (26. júní) og spila við Þór síðdegis.  Síðan yrði farið í sund, borðað og gist á Akureyri. 

Daginn eftir (miðvikudagur 27. júní) yrði svo spilað við KA og svo keyrt heim.

 

Við erum að kanna hvort mögulegt er að fá rútu til ferðarinnar (stóra rúta eða 16 manna bíl + einkabíl) og munum við senda út nánara skipulag og kostnað þegar það skýrist.  Það liggur þó fyrir að menn þurfa að greiða raunkostnað fyrir aksturinn (hvort sem farið verður á rútu eða einkabílum).  Til viðbótar kemur svo kostnaður við mat og gistingu.

 

Gangi það eftir þá þurfa væntanlega ekki að fara nema 2-3 foreldrar auk þjálfara (gott að setja upplýsingar í athugasemdir og láta vita ef þið komist með og hvort þið getið keyrt ef til kemur).


Norðurferð helgarinnar - FRESTAÐ

Norðurferðinni sem fyrirhugað var að fara í um næstu helgi (23. og 24) verður frestað.   Ástæðan er m.a. að margir iðkendur fyrir norðan eru í Arsenal skóla KA og eiga illa heimangengt.  Við stefnum hins vegar á að fara og spila þessa leika einhver tvo virka daga fljótlega, mögulega í næstu viku.

Það verður auglýst nánar fljótlega!!!

Fylgist með hér á blogginu og á www.ksi.is

Tenglar


Fjáröflun - Urriðavatn (19. júní)

Nú er komið að hinni árlegu fjáröflun 5. fl kk. en það tiltektin hjá Hitaveitunni við Urriðavatni.

Verkefnið felst í að fegra umhverfi í kringum stöðvarhúsið sem og húsið sjálft að innan. Það verður búið að slá og klippa tré þegar við komum og okkar verk að raka lóð og beð, koma greinum í gám, tína rusl í kringum húsið og næsta nágrenni, þrífa glugga, ryksuga og sópa stöðvarhús.


Í fyrra gekk verkið afar vel enda var mjög góð mæting hjá okkur og skipulag og móttökur hjá Guðmundur hitaveitustjóra til fyrirmyndar – við vorum einhverja 2 klst. að klára þetta og tímakaupið því gott.


Hvet ykkur öll til að taka til hendinni með okkur þriðjudaginn næsta (19. Júní) og mæta galvösk upp við stöðvarhús HEF að Urriðavatni, kl. 16:30.


Það verða flest tæki og tól á staðnum en muna eftir hönskum og þeir sem eiga t.d. hrífur mega gjarnan taka þær með. Virkjum svo strákana endilega með okkur en þeir voru ansi drjúgir í fyrra.


Í tilefni af kvennréttindadeginum þá bjóðum við mæður sérstaklega velkomnar!!!


Mánudagsæfing (11. júní) verður kl. 12.45!!!

Vegna forfalla þjálfara þá þarf Búi að færa mánudagsæfinguna á morgun fram til 12.45!!!  Látið berast.


Höttur - KA (mæting í Hettuna kl. 12.45)

Leikur Hattar og KA verður á Fellavelli kl. 14.00 á morgun (laugardag) en strákarnir eiga að mæta í Hettuna kl. 12.45 til að klæða sig og svo rúllum við í Fellahreppinn (búningsklefar á Fellavelli er uppteknir).

 Við spilum svo við Þór kl. 18.00!!!!


Leikirnir á laugardaginn

Höttur - KA verður kl. 14.00 á Fellavelli

Höttur - Þór verður kl. 18.00 á Fellavelli

Upplýsingar um liðsskipan og mætingu settar inn þegar nær dregur.


Fjarðabyggð - Höttur (liðsskipan og fleira)

Liðin á morgun verða eftirfarandi.

Argentína:
Brynjar Þorri
Gabríel
Guðjón Ernir
Guðþór Hrafn
Ísar Karl
Jakob Jóel
Kristinn Már
Ólafur Sveinmar
Stefán Ómar

Brasilía:
Bjartmar Pálmi
Brynjar Berg
Erlingur Gísli
Jóhann Ingi
Jónas Pétur
Sveinn Guðmar
Sölvi Víkingur
Vignir Freyr
Valgeri Jökull

Canada:
Drengir úr 6. flokki

Mæting við Hettuna kl. 16.00 þar sem við sameinust í bíla.  Leikirnir byrjar kl. 17.00


Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband