Leita í fréttum mbl.is

Akureyrarferð - ferðaplan

Eftirtaldir 14 leikmenn hafa gefið kost á sé að fara norður í land til að spila við KA og Þór.

Jakob, Kristinn, Ísar, Óli, Stefán, Sveinn, Brynjar Þ., Guðjón, Tóti, Vignir, Jói, Bjartmar, Brynjar B. og Sölvi.

Við erum tæpir á fjölda og því mega menn ekki forfallast en við höfum pláss fyrir einn til viðbótar og viljum endilega bæta honum við (áhugasamir mega heyra í Magga Jóns í síma 861 9024)!

Lagt verður af stað frá Hettunni um hádegisbil á þriðjudag (væntanlega ca. kl. 13.00 en nákvæm tímasetning verður send út þegar búið verður að staðfesta leiktímann við KA). 

Við gistum í KA heimilinu og þar eru dýnur á staðnum.  Það er takmarkað pláss fyrir farangur þannig að drengirnir þurfa að pakka létt og það þarf í raun ekkert að taka með sér nema sefnpoka/sæng, sunddót og keppnisgræjur (skó, legghlífar).  Best er að allir komi í Hattargöllum (eða einhverju sambærilegu).  Þetta ætti því að rúmast í einni íþróttatösku (þarf helst að gera það). 

Kostnaður við ferðina (miðað við að við komust á tveimur bílum 11+7 manna) nemur 9.000 kr. á mann og er allt innifalið.

Akstur EGS - AKU - EGS
Gisting með dýnum og morgunverði
Sund
Kvöldmatur
Fararstjórn

Menn þurfa hins vegar að taka með sér nesti til að borða á heimleiðinni á miðvikudaginn t.d. samloku (ur) og safa, en við förum beint heim eftir leikinn.  Eins væri ágætt að taka með sér ávöxt eða eitthvað til að borða fyrir leik á þriðjudaginn en við gerum ráð fyrir að menn leggi étnir af stað og fái svo vel að borða um kvöldið (pissahlaðborð á Greifanum). 

Ég vil biðja fólk að greiða kr. 9.000  sem fyrst inn á reikning flokksins (sjá upplýsingar hér til vinstri) og við biðjum ykkur jafnframt að senda strákana ekki með vasapening. 

Fararstjórar/bílstjórar verða Maggi Jónss (861 9024) og Hjalti (899 2028) og svo fer Búi þjálfari að sjálfsögðu með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott mál :)

Ágústa Berg (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband