Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Flott mót á Reyðarfirði

Sælir strákar

Núna er mótið búið að Reyðarfirði og viljum við Jói hrósa ykkur fyrir framistöðuna. Þið stóðuð ykkur allir frábærlega og var gaman að sjá ykkur spila.

Þótt við spiluðum bara við Fjarðabyggð (og sumir við annað Hattarlið) þá var þetta skemmtilegt og var gaman að sjá hvað þið eruð farnir að spila vel saman.

Við unnum 5 leiki, gerðum 5 jafntefli og töpuðum 2. Með smá heppni hefðum við getað unnið mun fleiri leiki. 

Það hafa allir tekið framförum og ef við höldum áfram að æfa vel og leggja okkur fram þá verðum við bara betri og betri, bæði sem einstaklingar og sem lið.

Hérna koma tvær góðar setningar.

Í hvert skipti sem ég fer á fótboltaæfingu ætla ég mér að verða betri leikmaður en ég var í gær.

-  Mia Hamm, besta fótboltakona heims 

Í hvert skipti sem ég fór út þá laug ég að mömmu. Ég sagði henni að ég væri að fara út til vina minna en þá fór ég í staðinn út á götu að leika mér í fótbolta. Ég var alltaf með bolta á tánum að æfa mig.

-  Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims í dag 

 


 

Hlökkum til að sjá ykkur á æfingu á mánudaginn.

Kv Tóti og Jói


Mótið á Laugardag

Núna er loksins komið að mótinu sem við höfum verið að bíða eftir.

Foreldrar ættu að vera komin með í hendurnar leikjaplan og liðskipan.

Mótið byrjar klukkan 10:00 og er mæting 09:30. Muna eftir legghlífum og fótboltaskóm

Liðin eru svona:

A-lið                                              B1-lið                                          B2-lið 

Vignir

Brynjar Berg

Daníel

Elís

Jónas

Óðinn

Gunnþór

Helgi

Jói

Guðjón

Almar

Tóti

Elli

Kristinn

Óliver

Brynjar Þ

 

Valdimar

Valgeir

 

 

Þeir sem eru feitleitraðir eru fyrirliðar á mótinu. 

Það vantar í bæði B-liðin en það er í góðu lagi því ég mun alltaf færa menn á milli svo við verðum alltaf nógu margir til að keppa. Sumir úr B2 spila með B1 og sumir úr A-liði þurfa að spila með B-liðunum og svo framveigis. Það er bara stuð og munum við gera þetta skemmtilegt.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kv Þjálfarar 

 


Æfing á Fellavelli á Fimmtudag og Eimskip-mótið

Sælt veri fólkið

Núna á Fimmtudaginn 20 janúar verður íþróttahúsið lokað vegna Þorrablóts. Í staðinn verður æfingin á Fellavelli á sama tíma, 16:00 – 17:00. Muna Fellavöll en ekki íþróttahús.

Svo styttist í Eimskip-mótið á Reyðarfirði en það er 29.janúar. Við ætlum að reyna að mæta með 3 lið og til þess að það takist verða helst allir að komast. Skráning er hafinn hérna á blogginu okkar og er síðasti dagur til að skrá sig á Fimmtudaginn. Þeir sem eru ekki skráðir þá komast því miður ekki á mótið því við verðum að senda Fjarðarbúum lista yfir fjöldan á Föstudaginn.

Skráningargjaldið er 1.500 kr og þarf að leggja þann pening inn á 305-26-517. kt. 420786-1159

Mótið ætti ekki að taka mjög langan tíma og vonandi geta allir tekið daginn frá og gert sér glaðan dag á mótinu. Ef einhverjir eru í vandræðum með að fara er alltaf hægt að koma strákunum í bíl með einhverjum öðrum.

P.S. Svo vill ég endilega hvetja foreldra að vera í góðu sambandi við mig. Það eru alltaf einhverjar spurningar sem brenna á vörum foreldranna og oft eru einhver vandamál í gangi og vill ég endilega vita af öllu svoleiðis. Ég hef alltaf verið í góðu sambandi við foreldra þar sem ég hef þjálfað og vill endilega halda því áfram. Þannig að ekki hika við að hringja eða senda mér póst ef það er eitthvað.

 

Kv Tóti þjálfari

Sími: 865-6640

toti_boggason@hotmail.com


11.janúar - æfing inni í Fellahúsi klukkan 16:00

Sælir strákar

Æfingin í dag, Þriðjudaginn 11.janúar verður inni í íþróttahúsinu í Fellabæ klukkan 16:00 - 17:00.

Þannig að þið þurfið að taka með ykkur skó til að vera á inni.Við verðum að æfa inni því Fellavöllur er allur í snjó og klaka.

Vonandi geta allir komist.

Kv Tóti


Nýtt fótboltaár - praktísk mál

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. 

Nokkur praktísk mál í upphafi árs. 

1)  Skipulag æfinga:
Fótboltaæfingar hefjast aftur eftir jólafrí mánudaginn 10. janúar.  Æft verður samkvæmt sömu æfingatöflu og gefin var út haustið 2010.  Ef einhver er ekki viss með æfingatíma er sá hinn sami beðin um að setja sig í samband við tengla eða kíkja inn á www.hottur.is. 

2)  Þjálfarar:
Þjálfarar Yngri flokka á vorönn 2011 eru.   

Þórarinn Máni (Tóti Boggason) hefur umsjón með 8. og 7. flokki ásamt 6. flokki karla. 
Sigríður Baxter (Sigga Baxter) hefur umsjón með 6. og 5. flokki kvenna.
Elvar Ægisson hefur umsjón með 3. og 4. flokki karla og kvenna og 5. flokki karla, til að byrja með en fyrir liggur að Höttur hefur auglýst eftir fyrir þjálfara fyrir þessa flokka (3. og 4. flokk karla og kvenna og 5 flokk karla).  Umsóknarfrestur var til 29. desember og er verið að vinna úr þeim umsóknum sem bárust.  

Gorazd kemur ekki núna eftir áramótin en ekki er ólíklegt að hann snúi aftur þegar vora tekur og taki með okkur sumarvertíðina. 

3)  Æfingagjöld:
Greiðsluseðlar æfingagjalda vegna vorannar verða sendir út í byrjun febrúar og er gjaldskrá æfingagjalda vegna vorannar er eftirfarandi: 

8. flokkur (börn fædd 2005 og 2006) greiðir 6.000.- fyrir tímabilið 10. janúar til 10. júní.
3. til 7. flokkur greiða 18.000.- fyrir tímabilið frá 10. janúar til 10. júní.
3. til 7. flokkur greiða 10.000.- fyrir tímabilið frá 1. apríl til 10. júní (þetta er nýbreytni sem er ætlað að koma til móts við þá ekki vilja æfa yfir harðasta veturinn (t.d. vegna skíðaiðkunar).  

Veittur er 10% systkinaafsláttur. 

4)  Mótahald framundan:

Eimskipsmót
verður laugardaginn 29. janúar 2011 (endanlega dagsetning) og byrjar kl. 10.00 (sjá meðfylgjandi viðhengi). 

Goðamót verður síðan dagana 25. – 27. mars 2011. Byrjar um miðjan dag á föstudegi og klárast seinnipartinn á sunnudegi.
Menn geta því farið að skipuleggja norðurferð.  Nánar upplýsingar er að finna á http://godamot.blog.is/blog/godamot/
 

Kveðja,
Tenglar

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband