Leita í fréttum mbl.is

Nýtt fótboltaár - praktísk mál

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. 

Nokkur praktísk mál í upphafi árs. 

1)  Skipulag æfinga:
Fótboltaæfingar hefjast aftur eftir jólafrí mánudaginn 10. janúar.  Æft verður samkvæmt sömu æfingatöflu og gefin var út haustið 2010.  Ef einhver er ekki viss með æfingatíma er sá hinn sami beðin um að setja sig í samband við tengla eða kíkja inn á www.hottur.is. 

2)  Þjálfarar:
Þjálfarar Yngri flokka á vorönn 2011 eru.   

Þórarinn Máni (Tóti Boggason) hefur umsjón með 8. og 7. flokki ásamt 6. flokki karla. 
Sigríður Baxter (Sigga Baxter) hefur umsjón með 6. og 5. flokki kvenna.
Elvar Ægisson hefur umsjón með 3. og 4. flokki karla og kvenna og 5. flokki karla, til að byrja með en fyrir liggur að Höttur hefur auglýst eftir fyrir þjálfara fyrir þessa flokka (3. og 4. flokk karla og kvenna og 5 flokk karla).  Umsóknarfrestur var til 29. desember og er verið að vinna úr þeim umsóknum sem bárust.  

Gorazd kemur ekki núna eftir áramótin en ekki er ólíklegt að hann snúi aftur þegar vora tekur og taki með okkur sumarvertíðina. 

3)  Æfingagjöld:
Greiðsluseðlar æfingagjalda vegna vorannar verða sendir út í byrjun febrúar og er gjaldskrá æfingagjalda vegna vorannar er eftirfarandi: 

8. flokkur (börn fædd 2005 og 2006) greiðir 6.000.- fyrir tímabilið 10. janúar til 10. júní.
3. til 7. flokkur greiða 18.000.- fyrir tímabilið frá 10. janúar til 10. júní.
3. til 7. flokkur greiða 10.000.- fyrir tímabilið frá 1. apríl til 10. júní (þetta er nýbreytni sem er ætlað að koma til móts við þá ekki vilja æfa yfir harðasta veturinn (t.d. vegna skíðaiðkunar).  

Veittur er 10% systkinaafsláttur. 

4)  Mótahald framundan:

Eimskipsmót
verður laugardaginn 29. janúar 2011 (endanlega dagsetning) og byrjar kl. 10.00 (sjá meðfylgjandi viðhengi). 

Goðamót verður síðan dagana 25. – 27. mars 2011. Byrjar um miðjan dag á föstudegi og klárast seinnipartinn á sunnudegi.
Menn geta því farið að skipuleggja norðurferð.  Nánar upplýsingar er að finna á http://godamot.blog.is/blog/godamot/
 

Kveðja,
Tenglar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband