Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Páskafrí og fleiri fréttir

Sæl nú

Í dag er síðast æfing fyrir páska og næsta æfing verður þriðjudaginn eftir páska (þann 2. apríl). 

Í dag er jafnframt síðasta æfing Búa og þökkum við honum samstarfið og hans innlegg í starfið hjá 5. flokki.  Strákarnir hafa tekið framförum undir stjórn Búa og hann hefur innleitt skipulag og hugsunarhátt sem þarf að viðhalda og byggjum ofan á. 

Eftir páska tekur nýr þjálfari við flokknum en ekki er alveg búið að negla hver það verður en við sendum ykkur línu fljótlega. 

Þegar æfingar hefjast á ný þá er ljóst að við þurfum að spýta í lófana (iljarnar) eftir illviðrið að undanförnu.  Fjarðaálsmótið er strax í byrjun maí og svo byrjar Íslandsmótið í kringum 20. maí.  Drög að leikjaplani eru inni á KSÍ en það mun taka breytingum þannig að við sendum endanlegt plan út til ykkar um leið þetta er klárt þannig að menn geti farið að skipuleggja sumarfríið.  Það er ljóst að það eru margir leikir í Íslandsmótinu og til þess að þetta gangi þá þurfa strákarnir að mæta í leikina og foreldrarnir að styðja vel við bakið á þeim í þessu. 

Við stefnum svo á foreldrafund í apríl þegar nýr þjálfari er tekin við og leikjaplanið liggur fyrir. 

Gleðilega páska


Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband