Leita í fréttum mbl.is

Fréttaskot 14.01.2010

Þá er komið að fréttaskoti frá okkur í 6 flokk.

 

Fyrst ber að nefna að fótboltaæfingin sem á að vera í íþróttahúsinu á 

Egilsstöðum fimmtudaginn 22. janúar þarf að flytjast á Fellavöll 

vegna þorrablóts.

 

Æfingar hjá okkur verða á sama tíma og fyrir áramót, á mánudögum á 

Fellavelli klukkan 15:15 til 16:15, á þriðjudögum í íþróttahúsinu á 

Egilsstöðum klukkan 19:00 til 20:00 og á fimmtudögum í íþróttahúsinu 

á Egilsstöðum klukkan 16:00 til 17:00. Þjálfarar flokksins þessa 

önnina verða Moli, Bjarni og Brynjar Árna. Með hækkandi sól kemur 

Goradz væntanlega að þjálfa hjá okkur og gætu þá hlutirnir breyst. 

Við látum ykkur vita af því þegar það skýrist.

 

Goðamótið á Akureyri er fyrir 6 flokk helgina 26-28 mars. Nú er svo 

komið að við þurfum að fara að staðfesta skráningar á mótið og því 

væri gott að fá að vita hvort þið ætlið með eða ekki.

 

Við stefnum á að hafa samkundu fyrir drengina ásamt foreldrum í 

vikunni 25-29 janúar. Ekki erum við búin að negla nákvæma dagsetningu 

en þið getið haft þetta bak við eyrað og farið að láta ykkur hlakka 

til ;-)

 

Við erum að vinna í því í samráði við þjálfara að fá æfingaleiki við 

Fjarðabyggð vonandi í febrúar. Nánari upplýsingar um það síðar.

 

Kveðja

Dagbjört og Maggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband