Leita í fréttum mbl.is

Fótboltafréttir 20. janúar

Sæl öll !

Í næstu viku þe. vikuna 24 - 30 janúar er stefnan að hafa uppákomu fyrir drengina okkar í 6 flokk og foreldra. Stefnan er að horfa saman á handboltaleik á Evrópumótinu, nú þurfum við öll að krossleggja putta og vona að Íslendingar komist áfram í milliriðla til þess að við getum notað það tækifæri og hist eina kvöldstund. Nánari upplýsinga er að vænta um helgina og viljum við því biðja ykkur að kíkja á póstinn á sunnudagskvöld...

Æfingin á morgun verður á Fellavelli þar sem undirbúningur fyrir þorrablót er í fullum gangi og íþróttahúsið því lokað.

10 strákar í flokknum hafa undanfarna daga spilað tvo æfingaleiki við stelpurnar í fimmta flokk, drengirnir stóðu sig með mikilli prýði og getum við verið stollt af leik þeirra. Stefnt er á að þeir sem spiluðu ekki núna fái líka æfingaleiki fljótlega.

Eins og staðan er núna eru einungis 3 búnir að melda sig á Goðamót. Við ætlum rétt að vona að fleir sláist í hópinn og viljum við biðja fólk að skrá drengina sem allra fyrst hjá tenglum.

Að lokum viljum við biðja ykkur foreldra að koma með okkur í sameiginlegt átak til að sporna við óróleika í búningsklefanum í íþróttahúsinu. Töluvert mikið er um hávaða og læti í klefanum fyrir æfingar. Leggjumst á eitt, börn, foreldrar og þjálfarar og minnkum hamaganginn í klefanum.

með kveðju
Dagbjört og Maggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband