Leita í fréttum mbl.is

Vetrarstarf 6. flokks

Sæl öll

Á mánudaginn hefst vetrarstarfið hjá Yngri flokkum Hattar í fótbolta og þá ganga drengir fæddir 2000 upp í 5. flokk og drengir fæddir 2002 koma til okkar í 6. flokki.

Það verða ekki bara breytingar á iðkendum hjá 6. flokki, heldur líka á þjálfara og æfingum. 

Í fyrsta lagi fáum við nýjan þjálfara sem er Tóti Borgþórs (Þórarinn Máni) en hann er uppalin Hattari sem alið hefur manninn í borginni undanfarin ár og unnið við þjálfun.  Síðast var hann að þjálfa hjá hinu fornfræga félagi Fram.  Tóti mun hafa með sér aðstoðarmenn eftir þörfum og verða þeir kynntir til leiks í næstu viku.

Í öðru lagi æfum við nú 2x í viku á Fellavelli og 1x í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum en það kemur ekki til af góðu því við misstum einn tíma á milli ára og því er þetta niðurstaðan.  Ég er hins vegar á því að það sé miklu betra fyrir drengina að æfa úti og ef menn klæða sig vel þá verður þetta ekki vandamál.  Ef miðað er við fyrra ár þá kom ekki oft fyrir að við þyrftum að fella niður æfingar út vegna veðurs.

Æfinga flokksins verða því:

Mánudagar kl. 16.15-17.15 (Fellavöllur).
Þriðjudagar kl. 16.15-17.15 (Fellavöllur).
Fimmtudagar kl. 16.00-17.00 (Íþróttahús).

Æfingar á Fellavelli eru tímasettar þannig að iðkendur eiga að geta nýtt sér Strætó.

Fljótlega verður síðan boðað vil foreldrafundar þar sem kjósa þarf nýjan tengil fyrir iðkendur fædda 2004.  Helgi Sig hefur setið sem tengill fyrir þennan árgang og er tilbúin í að vera áfram en það er að sjálfsögðu öllum frjálst að bjóða sig fram.  Sjálfur hef ég setið inni fyrir 2001 árganginn og í vegvísi Yngri flokka er mælst til að tenglar sem færast af yngra ári yfir á eldra ár sitji áfram, ég er tíbúin í það en ef það er hins vegar áhugasamir foreldrar sem vilja komast að sem tenglar þá er ég líka alvega tilbúin að stíga til hliðar.  Þið hugsið þetta fyrir fundinn.

Nóg í bili.

Kveðja,

MJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér langar til að þakka bæði Magnúsi og Dagbjörtu fyrir gott sumar. Ykkar störf eru ómetanleg og þið hafið haldið mjög vel utan um strákana okkar í sumar. Hlakka svo til haustsins, fínir tímar. Og er ekki hægt að segja, að það sem ekki drepur mann herðir mann;=)

Bestu kveðjur

Brynja

Brynja Gísladottir (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband