Leita í fréttum mbl.is

VÍS mót Þróttar í Reykjavík 28. og 29. maí 2011 - aukamót fyrir þá sem vilja!

Á foreldrafundi mánudaginn 14. mars 2011 var ákveðið að fara á mót á Sauðárkróki í 6. flokki karla í stað Nikulásarmóts eins og síðustu ár. Mótið á Sauðárkróki verður helgina 6. og 7. ágúst n.k. Einnig munum við að sjálfsögðu mæta á Fjarðaálsmótið í byrjun maí og Hattarmótið í júní.

Á foreldrafundinum kom upp umræða um áhuga á að fara á VÍS mótið í Reykjavík sem Þróttur Reykjavík heldur dagana 28. og 29. maí n.k.

Tenglar hafa skoðað málið, tekið frá sæti á mótinu og ákveðið að kanna hvort nægilegur áhugi sé á ferð á það mót. Skrá þarf þátttöku hér neðar í athugasemdir með hefðbundnum hætti sem allra fyrst, eigi síðar en 23. mars. Mótið er þannig sett upp, að einungis er leikið á sunnudeginum hjá 6. flokki karla. Hugsunin er sú, að nægilegt sé að 2-4 foreldrar (fer eftir fjölda bíla) fari með, en almennt standi fólki til boða að senda iðkandann með án þess að þurfa sjálft að fara líka. Það þýðir að við þurfum sjálfboðaliða til að leggja til bifreið og ökumann, en gert er ráð fyrir því að einungis bensínkostnaður sé greiddur, að öðru leyti leggja menn tíma sinn og bifreið fram endurgjaldslaust. Einnig er gert ráð fyrir að fararstjórar greiði fyrir sýna gistingu og sinn mat!

Okkur sýnist unnt að búa til mjög spennandi og skemmtilega ferð fyrir strákana, en eðli málsins samkvæmt kostar hún umtalsvert vegna fjarlægðarinnar eða  24.500 kr. Innifalið í því væri:

  1. Þátttökugjald liðs (3.500 kr. per lið)
  2. Þátttökugjald iðkanda (1.500 kr. per iðkanda)
  3. Ferðakostnaður til og frá Reykjavík og innan Reykjavíkur.
  4. Gisting í Farfuglaheimilinu í Laugardal í tvær nætur (við munum kanna hvort unnt sé að fá ódýrari gistingu t.d. í skóla eða félagsheimili) – 3.500 per þátttakanda.
  5. Matur laugardag og sunnudag.
  6. Tvær ferðir í sund
  7. Klukkustund í Keiluhöllinni (laugardagur)
  8. Miði á bíósýningu að vali fararstjóra (laugardagur)
Við viljum biðja ykkur um að skrá þátttöku iðkenda hér í athugasemdum við þessa frétt eigi síðar en miðvikudaginn 23. mars n.k. Endanlegt greiðslufyrirkomulag verður auglýst síðar. 

Fótboltakveðja,

Tenglar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Valdimar Brimir mætir.

Hilmar Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 18:42

2 identicon

Brynjar Þorri mætir!

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 19:36

3 identicon

Skráning fyrir Gunnþór

Georg Pálsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 22:43

4 identicon

Kristinn Viktor er til.

Svava Þórey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 12:33

5 identicon

Elís Alexander er til en ég veit ekki hvort við getum farið með við hjónin.

Dandy (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 22:53

6 identicon

Hrafnkell Ísar mætir.

Hilmar f.h. Kristbjargar og Tjörva (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband