Leita í fréttum mbl.is

Núna breytum við um hugarfar

Sælir strákar

Núna er Goðamótið búið og hægt er að segja að úrslitin voru ekki okkur í hag. En það er ekki alltaf númer 1,2 og 3 í þessu. Mikilvægast er að hafa gaman og held ég að allir skemmtu sér vel þrátt fyrir úrslitin, þið voruð allavega hressir á æfingu í dag og voru allir sammála um að ferðinn hafi verið skemmtileg.

Við töluðum svolítið lengi saman á æfingu í dag og veltum því fyrir okkur afhverju við vorum að tapa svona stórt í leikjunum. Þið komuð með marga góða punkta og þessa punkta ætlum við að bæta okkur í.

Það sem við ætlum að gera á æfingum:

 

  • Leggja okkur alltaf 100% fram á æfingu
  • Vera jákvæðir og hjálpa félaganum
  • Gera allar æfingar á fullu
  • Vera einbeittir
  • Vera duglegir að hrósa hinum

 

Það sem við ætlum að hugsa um á æfingum:

 

  • Það nær enginn af mér boltanum
  • Ég ætla ekki að láta neinn sóla mig
  • Ég ætla alltaf að skora þegar ég get
  • Ég ætla alltaf að dekka í vörn og vera fljótur að ná boltanum af hinum
  • Ætla alltaf að gera góðar sendingar
  • Ég ætla að vera bestur á æfingunni

 

Það sem við ætlum EKKI að gera á æfingum:

 

  • Vera neikvæðir
  • Tuða í félaganum
  • Fíflast
  • Gera æfingar labbandi og með hálfum hug

 

Eins og við ákváðum á æfingu í dag þá ætlum við að laga þetta. Æfingin í dag gekk líka rosalega vel, allir voru á fullu, hlupu mikið, dekkuðu þegar þeir voru í vörn og lögðu sig 100% fram í að vinna leikina þegar við vorum að spila. Og öllum fannst mjög gaman á æfingunni því allir tóku svo vel á því. Svona eiga allar æfingar að vera og ætlum við að hafa það þannig hér eftir. Því þannig verðum við betri í fótbolta.

Þótt við eigum heima á Egilsstöðum þá getum við alveg verið jafn góðir og aðrir strákar í fótbolta, og miklu betri. En til þess að verða betri þurfum við að leggja okkur fram á æfingum...þannig verðum við betri. Maður verður ekki betri á að hugsa um það, maður þarf að æfa sig.

Hlökkum til að sjá ykkur á næstu æfingu þar sem allir ætla að leggja sig 100% fram.

Kv Þjálfarar

P.S. Foreldrar – ekki hika við að senda okkur spurningar eða spjalla við okkur ef það er eitthvað sem þið eruð að spá í, bæði í sambandi við mótið eða bara almennt. Við heyrum oft sögusagnir um hitt og þetta eða að fólk sé að spá í hinu og þessu en það er mjög sjaldan haft samband við okkur sjálfa. Það er svo gott vera í góðu sambandi við foreldra. Teljum við það mjög mikilvægt stákanna vegna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir samveruna um helgina.

Mórallinn og stemmningin bætti upp úrslitin.

Áfram Höttur.

Tumi og Brynjar Berg (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband