Leita í fréttum mbl.is

Fundargerð foreldrafundar

Sæl nú

Á síðasta mánudag var haldinn foreldraflokkur hjá nýjum 5. flokki og var mæting bærileg en þó hefðum við viljað sjá fleiri.

Hér er stutt fundargerð

1) Innlegg frá þjálfara (kynning á vetrarstarfi, verkefni og tengd mál) 
·         Búi fór yfir skipulag æfingar og það sem er framundan.  Hann mun einn sinna þjálfun til að byrja með en þegar æfingasókn skýrist mun aðstoðarmanni verða bætt við ef þörf krefur.  Æfingar fara vel af stað og eru 14-16 að mæta en um 18-20 eru á skrá.
·         Verkefni haustsins eru hefðbundinn.  Stefnt er að fara eina helgi til Akureyrar þegar líða tekur á haustið og spila við norðanmenn og fara svo á Eimskipsmót í Fjarðabyggð.

2) Kosning tengla (kjósa þarf tengil til tveggja ára hjá 2002 árg. skv. Vegvísi félagsins)
·         Kjósa þurfti tengil hjá yngri ára skv. Vegvísi, en Hilmar gaf ekki kost á sér.  Til starfans völdust Helgi (pabbi Alvars) og Þórir (pabbi Arnars) og ætla þeir að skipta með sér verkum.
·         Ákveðið var að bæta við tengli hjá eldra ári líka en til viðbótar við undirritaðan kemur Þórunn Brynjar (mamma Guðþórs Hrafns).
·         Við erum því með fjóra tengla sem starf fyrir flokkinn en rétt er að geta að einungis 2 hafa atkvæðisrétt inn á tenglafundum, einn fyrir hvorn árgang.
·         Mikilvægt er að foreldrar séu virkir í starfinu og viljugir til verka. 

Eflaust var eitthvað fleira rétt sem ég er að gleyma en þetta voru stóru málin. 

Við minnum svo á heimasíðu flokksins þar sem menn geta fylgst með starfinu og biðjum menn endilega að kommenta eftir því sem við á til að gera þetta dálítið lifandi.
Þar má finna upplýsingar um þjálfara, tengla og æfingartíma, auk gamalla mynda úr starfi flokksins á undanförnum árum.

www.hottur.blog.is

Tenglar munu svo láta heyra í sér fljótlega en þið verðið endilega í sambandi ef einhverjar spurningar vakna eða athugasemdir.

Kveðja,
Maggi Jóns (pabbi Brynjars Þorra)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur
Yngri flokkar Hattar - 5. flokkur

Upplýsinga- og spjallsíða fyrir 5. flokka Hattar í fótbolta.

Æfingartímar:

Mánudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þriðjudagur:

16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Fimmtudagur:
16:15 - 17:30 (Fellavöllur)

Þjálfari:
Ljubisa Radovanovic (Ljuba)
865 9331 
ljuba@simnet

Tenglar flokksins:

Magnús Jónsson (2001)
magnusjonsson@kpmg.is
861 9024

Þórunn Brynjar (2001)
smarihg@simnet.is

Þórir Óskar Guðmundsson (2001)
dalsel10@simnet.is

Bankareikningur flokksins:
0305-26-5171
kt. 420786-1159

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband